Skilmálar

Pantanir
GO-ON ehf tekur við pöntun þegar greiðsla hefur borist. Um leið og greiðsla berst er kaupanda send staðfesting í tölvupósti. Réttur er áskilinn til að staðfesta pantanir símleiðis í undantekningartilfellum.

Afhendingartími
Afhendingartími er að jafnaði 2-3 virkir dagar eftir að pöntun berst og greiðsla hefur átt sér stað. GO-ON ehf kemur vörunni á næsta afgreiðslustað flutningsaðila á höfuðborgarsvæðinu. Varan er svo send á pósthús/vöruafgreiðslu flutningsaðila næst kaupanda og greiðir flutningskostnaðinn þar. Hægt er að sækja vöru á Reykjavíkurvegi 68, ef óskað er eftir því. Þegar vara er uppseld eða væntanleg getur afhendingartíminn verið frá 1-4 vikur, einnig er hægt að senda fyrirspurn, pöntun á tölvupósti eða með símtali við sölumann.

Sérpantanir
Við tökum einnig að okkur að sérpanta vörur frá þeim merkjum sem við erum að selja. Fyrirspurnir varðandi sérpantanir skal senda á go-on@go-on.is eða hafa samband beint við sölumann. Sérpantanir geta tekið mismunandi langan tíma í afgreiðslu. Greiða þarf innborgun sem getur verið mismunandi eftir framleiðanda þegar varan er pöntuð og fullnaðargreiðslu fyrir afhendingu. Sérpöntunum er ekki hægt að skila.

Sendingarkostnaður
Sendingarkostnaður er ekki innifalinn í vöruverði og greiðist við afhendingu vöru beint til flutningsaðila í samræmi við gjaldskrá þess flutningsaðila sem kaupandi velur, nema um annað er sérstaklega samið.

Verð
24% virðisaukaskattur er innifalinn í verði vörunnar. Vöruverð er birt með fyrirvara um myndbrengl eða prentvillur og áskilur GO-ON ehf sér rétt til að hætta við viðskipti hafi rangt verð verið gefið upp.  Ef varan er greidd en reynist ekki til á lager látum við kaupanda vita og sendum vöruna strax til kaupanda þegar hún er til á lager næst eða endurgreiðum kaupanda sé óskað efitir því.

Skilafrestur og endurgreiðsluréttur
Viðskiptavinir hafa rétt á að skila vörum allt að 14 dögum eftir staðfestingu pöntunar að uppfylltum eftirfarandi skilyrðum:

  • að varan sé í fullkomnu lagi, ósködduð og í söluhæfu ástandi og aldrei verið notuð.
  • að plastumbúðir (herpt, soðin, límd) og innsigli framleiðanda séu órofin. 
  • að allar umbúðir og fylgimunir vörunnar (snúrur, leiðbeiningar osfrv) fylgi í skilunum, séu óskemmd og í söluhæfu ástandi.

Starfsmenn GO-ON ehf meta söluhæfi skilavöru. Netverslun GO-ON ehf áskilur sér rétt til að hafna vöruskilum eða bjóða takmarkaða endurgreiðslu ef ofangreindum skilyrðum er áfátt. Endurgreiðsla eða inneignarnóta vegna vöruskila nær aðeins til sjálfs vöruverðsins, annar kostnaður svo sem vegna flutnings til eða frá kaupanda er á ábyrgð kaupanda.

Greiðslur
Hægt er að greiða fyrir vöru í vefverslun GO-ON ehf með kreditkorti, debetkort, póstkröfu eða millifærslu.
Ef greitt er með millifærslu færðu tölvupóst með upplýsingum um reikningsnúmer og kennitölu fyrirtækisins. Pöntun er samþykkt og afgreidd um leið og millifærslan hefur gengið í gegn, ef ekki er greitt innan 3ja daga telst pöntun ógild.
Ef greitt er fyrir vöruna með kredit- eða debetkorti fer greiðslan sjálfkrafa í gegnum örugga greiðslusíðu Valitors sem hafa hlotið PCI DSS (Payment Card Industry Data Security Standard) öryggisvottun.

Ef greitt er með póstkröfu leggst kröfukostnaður samkv.gjaldskrá póstsins ofan á flutningskostnaðinn sem kaupandi greiðir póstinum við afhendingu vörunnar.

Annað
Við heitum fullum trúnaði við viðskiptavini okkar og afhendum ekki upplýsingar til þriðja aðila. Allir sem versla hjá okkur verða skráðir sjálfkrafa á póstlistann hjá okkur.

Lög og Varnarþing
Lögheimili og varnarþing GO-ON ehf er í Hafnarfirði,
þessi samningur er í samræmi við íslensk lög. Rísi mál vegna hans skal það rekið fyrir Héraðsdómi Reykjaness.